VIÞT2SN20 - Vinnustaðanám þjónustutækna, samskipti og nákvæmni

Undanfari : Bóklegt nám þjónustutækna
Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

Verklegur áfangi þar sem ætlast til að nemendur öðlist reynslu af sem flestum verkefnum sem tilheyra starfi þjónustutækna. Sérstaklega er lögð áhersla á skipulag, hlutverk og starfstöðvar þjónustunnar ásamt mikilvægi nákvæmra vinnubragða. Markvissar æfingar í samskiptum og faglegum vinnubrögðum eru æfðar. Einnig er lögð áhersla á líkamsbeitingu og notkun léttitækja.

Í boði: í samvinnu við skóla og vinnustað eftir þörfum nemenda á þjónustutæknabraut.