Heilsunuddbraut

Um nám á heilsunuddbraut

Markmið náms á heilsunuddbraut er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa þá verklegu færni sem er grunnur starfsins. Starfsvettvangur heilsunuddara er fjölbreyttur og tekur nám og kennsla mið af því. Mikil áhersla er lögð á heildræna yfirsýn og þá staðreynd að hver skjólstæðingur er einstakur og hefur þörf fyrir einstaklingsmiðaða meðferð. Nemendur tileinka sér margar nuddaðferðir og krafist er ákveðinnar líkamlegrar lágmarksfærni í verklegum áföngum. Áhersla er lögð á að þjálfa rétta líkamsbeitingu sem er mikilvæg í starfi heilsunuddara.

Starfið

Heilsunuddarar starfa flestir sjálfstætt, en einnig eru staðir s.s. Bláa Lónið og Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði, sem ræður heilsunuddara sem launþega. Starfsvettvangur heilsunuddara er á heilsunuddstofum, fyrirtækjum eða öðrum stöðum sem veita heilsutengda þjónustu. Hægt er að taka viðbótarnám til stúdentsprófs meðfram námi á brautinni eða að því loknu.

Inntökuskilyrði

Skilyrði til innritunar í nám á heilsunuddbraut er að nemandi hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Ljúka þarf bóklegum áföngum brautarinnar að mestu áður en verklegt nám getur hafist. Nemendur verða að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja verknám á þriðja hæfniþrepi.

Verkþjálfun

Markviss verkþjálfun hefst á lokaönn verknámsins og fer í upphafi fram í nuddaðstöðu skólans en færist síðan út á stofur og stofnanir þar sem heilsunuddarar starfa. Náminu lýkur með því að nemendur eru í handleiðslu í skóla eða hjá viðurkenndum meðferðaraðila í eina önn eftir að verknámi lýkur og starfsþjálfun er hafin. Þeir eru því að útskrifast að öllu jöfnu einni önn eftir að verknámi lýkur þar sem þeir eru að ljúka að safna nuddtímum sem telur sem starfsþjálfun.

Prentvæn útgáfa

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is. Smelltu á krækjurnar hér fyrir neðan til að opna lýsingu á heilsunuddbraut. 

Heilsunuddbraut (pdf)

Heilsunuddbraut (excel)

Kjarni 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar
Danska   DANS2RM05   5
Enska   ENSK2EH05
ENSK2LO05
  10
Íslenska   ÍSLE2HM05
ÍSLE2MR05
  10
Íþróttir ÍÞRÓ1AA01
ÍÞRÓ1AB01
ÍÞRÓ1AC01
ÍÞRÓ1AD01
    4
Lífsleikni LÍFS1ÉG03
LÍFS1BS02
    5
Stærðfræði   STÆR2HS05   5
Samtals       39 einingar

 

Viðskiptagreinar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar
Bókfærsla BÓKF1IB05     5
Stofnun og rekstur nuddstofu   STRN2SR04   4
Samtals       9 einingar

 

Heilbrigðis- og raungreinar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar
Heilbrigðisfræði HBFR1HH05     5
Líffæra- og lífeðlisfræði   LÍOL2SS05
LÍOL2IL05
  10
Líkamsbeiting LÍBE1HB01     1
Næringarfræði   NÆRI2NN05   5
Raunvísindi RAUN1LE05     5
Samskipti   SASK2SS05   5
Sálfræði SÁLF1SD05   SÁLF3LÍ05 10
Siðfræði   SIÐF2SF05   5
Sjúkdómafræði   SJÚK2MS05 
SJÚK2GH05
  10
Skyndihjálp   SKYN2EÁ01   1
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár UPPÆ1SR05     5
Vöðvafræði   VÖFR2VÖ06   6
Samtals       68 einingar

 

Sérgreinar brautar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar
Heildrænt nudd     HEIN3HN05 5
Heilsuefling HLSE1NV03     3
Ilmolíufræði   ILMO2KO05   5
Inngangur að heilsunuddi   INNU2GR05   5
Íþróttanudd og teygjur     ÍÞNT3ÍT05 5
Jóga JÓGA1HR02     2
Kinesioplástrar     KINE3KP04 4
Klassískt nudd     KLNU3NT07 7
Markviss verkþjálfun     MAVE3SÞ02
MAVE3SÞ03
5
Mat og greining   MAGR2MG05   5
Orkubrautir og meðhöndlun     ORKM3OM05 5
Sogæðanudd     SOGN3SO05 5
Svæðanudd     SVNU3SN05 5
Vefjalosunartækni     VEFL3VT05 5
Samtals       66 einingar

 

Starfsþjálfun 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar
Starfsþjálfun heilsunuddara     STÞN3SÞ18 18
Samtals       18 einingar
Samtals einingar á braut       200 einingar
Síðast uppfært: 02. desember 2024