Moodle - upplýsingasíða

Moodle er kennsluumhverfi þeirra áfanga sem þú skráðir þig í en auk þess hefur þú aðgang að upplýsingaveitu fjarnámsins (Fjarnám FÁ – upplýsingar)

Notendanafnið þitt er fa og fyrstu 8 stafir kennitölu þinnar @fa.is
Dæmi: fa01013077@fa.is

Sem nýr nemandi/notandi þarftu að virkja/stofna lykilorð. Sjá hlekk og leiðbeiningar hér.

Ef þú hefur áður verið í námi í FÁ þá er lykilorðið óbreytt. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt eða það virkar ekki eru leiðbeiningar hér.
Athugaðu að lesa vel leiðbeiningar um lykilorð.

Búið er að skrá gsm símanúmer nemenda sem gefið var upp í umsókn um skólavist, fyrir tvöfalda auðkenningu Microsoft Office365. Hafðu samband við þjónustuver skólans ef símanúmer fyrir tvöfalda auðkenningu er ekki skráð eða rangt skráð.

Við bendum þér á að notendanafnið þitt er skólanetfangið þitt, sem þú þarft að nota í náminu.  Allar upplýsingar á önninni, frá kennurum og frá skrifstofu fjarnáms berast á skólanetfangið þitt. Þú getur nálgast Outlook póstforritið í Moodle, sjá mynd:

 

Hér er hlekkur á upphafsíðu Moodle:

Ef vandamál koma upp við innskráningu í Moodle og ef leiðbeiningarnar leysa ekki vandann skaltu hafa samband við þjónustuver skólans: thjonustuver@fa.is

Síðast uppfært: 20. febrúar 2025