Árdagar í aðsigi!

Nú verður gaman þessa viku. Nú verða Árdagar. Árdagar FÁ verða haldnir eftir hádegi miðvikudaginn 27. febrúar og fyrir hádegi fimmtudaginn 28. febrúar. Kennt er til kl. 12:30 miðvikudag. Dagarnir verða með svipuðu sniði og síðustu ár, þ.e.a.s. að nemendur skipta sér í lið og starfsmenn leggja fyrir þá þrautir. Eftir hádegi á miðvikudeginum munu nemendur „skreyta sig sjálfa“ í stað þess að skreyta stofur. Notast verður við liti og nemendur geta unnið með sína litasamsetningu.

Fyrir hádegi á fimmtudag, frá kl. 9:00 til 12:00 verður síðan keppni á milli liða. Starfsmenn verða í 10 stofum/rýmum þennan morgun og leggja þrautir fyrir liðin. Keppninni lýkur kl. 12:00 og þá verður öllum keppendum og starfsmönnum boðið upp á pítsur. Að því loknu er verðlaunaafhending.