- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í dag, miðvikudag renna upp Árdagar. Árdagar eiga sér langa sögu í FÁ en þá daga gera menn sér dagamun og brjóta upp hversdaginn og takast á við önnur verkefni en þann venjulega og bráðnauðsynlega lærdóm sem þeir gleypa alla daga...(lesa meir) Nú skulu lið skipuð nemendum keppa sín á milli við að leysa þrautir sem reyna bæði á hug og hönd. Hápunktur dagsins verður eflaust danskeppni nemenda en þar þurfa liðin að sýna dansfimina á sal skólans.
Kennsla verður í fyrsta tíma í dag en strax á eftir hefja liðin undirbúning Árdaga en ein þrautin sem keppt er í er sú að skreyta heimastofu liðsins og verður flottasta stofan metin og vegin á fimmtudagsmorgni af dómurum sem Árdaganefnd hefur skipað.