Árdagur og söngkeppni framundan

Á fimmtudaginn, 2.mars verður Árdagur haldinn í FÁ. Árdagur er árlegur þemadagur þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman.

Nemendur skrá sig í hópa og leysa þrautir sem starfsfólk eru búið að undirbúa. Í hádeginu er svo tónlistar- og söngkeppni FÁ og síðan verður pizzuveisla í boði fyrir nemendur.

Áætlun dagskrá:

8:30 Nemendur mæta og fara hitta sinn hóp í heimastofu.

8:45 Hópurinn leggur af stað í þrautaleiðangur, 15 þrautastöðvar sem starfsfólk er búið að undirbúa.

11:30 Hlé - Nemó býður upp á muffins.

12:00 Tónlistar- og söngkeppni FÁ hefst.

12.30 Hlé - pizzur í boði og vinningsliðið kynnt.

12.50 Söngkeppni heldur áfram.

13.30 Áætluð lok og sigurvegari kynntur.

Skráning:

Skráning í lið er hafin og stendur fram til miðvikudagsins 1.mars. Yfir 20 lið eru í boði í mismunandi litum. Nemendur eru svo hvattir til að mæta í þemalit síns liðs á Árdeginum.

Nemendur sem mæta á Árdaginn og taka þátt í dagskránni fá 6 fjarvistarstig dregin frá í lok annar.

Þrautir:

Starfsfólk og deildir útbúa skemmtilegar þrautir. Liðin fara síðan á milli deilda og taka þátt í þrautum og safna stigum. Stigahæsta liðið stendur svo uppi sem sigurvegari og fá allir í liðinu bíómiða í verðlaun.

Tónlistar- og söngkeppni FÁ hefst kl. 12:00 á Árdeginum. 9 frábær atriði keppa að þessu sinni. Sigurvegari keppninnar fer fyrir hönd FÁ í Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin 1. apríl. Jón Jónsson verður kynnir og tekur nokkur lög.