- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Á fimmtudaginn síðasta, 27. febrúar fór Söngkeppni FÁ fram á Árdegi skólans. Hinn frábæri og skemmtilegi Elvis eftirherma var kynnir í keppninni og tók eitt lag við góðar undirtektir. Hin sívinsæla starfsmannahljómsveit ÚFF tók svo 3 lög, ekki margir skólar sem geta státað af svona flottri hljómsveit starfsmanna.
Sex flott atriði tóku þátt og það má sanni segja að það sé mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum okkar. Öll atriðin voru frábær en úrslitin urðu þau að Katrín Edda lenti í þriðja sæti með lagið My way með Frank Sinatra. Rafael Róbert var í öðru sæti með lagið Thank you með Led Zeppelin. Í fyrsta sæti var svo hún Arney með lagið Bad Romance með Lady Gaga. Aldeilis frábær flutningur hjá henni, bæði söngur og framkoma. Arney mun því taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna seinna á þessari önn.
Hjartanlega til hamingju Arney.