Ásmundur Einar í heimsókn

Við fengum góða heimsókn í FÁ í dag frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari tóku á móti gestunum og áttu með þeim fund þar sem málefni skólans voru rædd. Síðan var gengið um skólann og kíkt á starfið.

Ásmundur Einar heilsaði m.a. upp á nemendur á sérnámsbrautinni og kíkti svo í heilbrigðisskólann þar sem hann kynnti sér heilsunuddbrautina, tanntæknifræði og aðstöðu sjúkraliðabrautar. Einnig kíkti hann við í lífsleikni hjá nýnemum, í íslenskutíma hjá erlendum nemendum og þjóðhagfræði.

Ásmundur Einar var áhugasamur um starfsemi skólans og gaf sig á tal við starfsfólk og nemendur.

Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.