- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nýlega fékk skólinn kærkomna gjöf frá Pólska skólanum í Reykjavík en sá skóli á gott bókasafn í Þórunnartúni 2. Pólski skólinn gaf FÁ fimmtíu bækur og eru það kennslubækur, fræðibækur og skáldsögur. Monika Sienkiewicz, kennari við Pólska skólann í Reykjavík (Szkola Polska w Reykjaviku) afhenti bækurnar en Karolina Joanna Bryk tók við þeim fyrir hönd skólans. Það er von skólanna að bækurnar nýtist vel og styðji pólskumælandi nemendur í námi sínu. Eins og segir: ekkert líf án bóka.