Borgarstjóri í stofu M301

Í dag, 6. apríl, mætti borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson í stjórnmálafræðitíma hjá Róbert Ferdinandssyni og nemendum hans. Urðu það fróðlegar og skemmtilegar umræður um gagn og nauðsynjar borgarbúa. Það er ekki að efa að heimsókn borgarstjóra hafi kveikt áhuga nemenda á borgarmálefnum og það er mikilvægt fyrir ungt fóllk að fylgjast með hvernig framtíðin er mótuð og helst að reyna að móta hana líka.