- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Langri og strangri önn, sem fór að mestu fram með fjarkennslu á netinu, lauk formlega í gær þegar 107 nemendur voru brautskráðir af 13 námsbrautum; 21 af heilbrigðissviði, 4 af nýsköpunar- og listabraut og 88 af stúdentsbrautum. 6 nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.
Þessa önn voru dúxar skólans tveir og deildu meðaleinkunninni 9,38 – Edda Sól Arthúrsdóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut og Eyþór Guðjónsson af náttúrufræðibraut.
Þá ber að nefna Birtu Breiðdal, sem er fyrsti nemandinn í sögu skólans til að útskrifast með stúdentspróf sem var alfarið tekið í fjarnámi.