- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 71 nemanda af 12 brautum. Af heilbrigðissviði útskrifuðust 22 nemendur, 3 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og svo 52 stúdentar af 5 brautum.
Dúx skólans er Ngan Hieu Nguyen Dang sem útskrifaðist af viðskiptabraut með meðaleinkunnina 9.0.
Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.
Jasmín Ragnarsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Guðrún Edda Bjarnadóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.
Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda í tónlistaráfanga skólans undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og lauk athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á jólasálminum Heims um ból.
Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og bjarta framtíð.
Fleiri myndir má sjá hér á Facebook síðu skólans.