Brautskráning vorið 2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 122 nemendur í tveimur útskriftum. Alls útskrifaðist 71 nemandi með stúdentspróf, 41 nemandi útskrifaðist af heilbrigðissviði skólans, 6 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og loks útskrifuðust 4 nemendur af sérnámsbraut skólans. Dúx skólans er Gunnur Rún Hafsteinsdóttir sem útskrifast af náttúrufræðibraut með ágætiseinkunnina 9,01.


Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari FÁ, fór yfir liðinn vetur í ræðu sinni en þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur tókst að halda skólastarfinu með eins eðlilegum hætti og unnt var.


Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, um þann fjölda Íslendinga sem flutti búferlum til Vesturheims um aldamótin 1900 og átti þar oft og tíðum í erfiðri lífsbaráttu. Á síðustu árum hefur fólk af erlendu bergi brotið komið til Íslands, mörg hver á flótta frá erfiðum aðstæðum í heimalandi sínu og í leit að öryggi í nýjum heimkynnum. Þau flytja með sér menningu sína og tungu, og mannlífið á Íslandi verður litríkara en áður. Við skulum taka fagnandi á móti nýjum Íslendingum og njóta þeirrar menningarauðlegð sem þeir hafa í farteskinu.