Umhverfiskönnun

Á umhverfisdegi í mars var send út umhverfiskönnun á nemendur. Rúmlega 100 nemendur svöruðu umhverfiskönnuni. Þó við hefðum viljað hafa hærra svarhlutfall þá er ýmislegt áhugavert sem fram kemur í niðurstöðunum.

🚗 Algengasti farmáti nemenda(svarenda) er einkabíllinn (52%) en 32% koma oftast með Strætó og 12% koma gangandi í skólann (4% völdu annað). Sjaldgæfast er að nemendur velji reiðhjólið (83% svarenda hjóla aldrei í skólann).

🥔 78% svarenda myndu flokka venjulegan snakkpoka í plast en 22% myndu flokka hann í almennt, lífrænt eða pappa 😬

♻️ 99% skilja hvers vegna við flokkum í skólanum og langflestir flokka pappír, plast, flöskur og dósir og lífrænt heima hjá sér. Aðeins 1% nemenda flokkar ekkert heima hjá sér.

💉54% nemenda vissu að það er bannað með lögum að setja spilliefni í almennt rusl. 27% svarenda fer ekki með spilliefni í réttan farveg

🌏 79% nemenda segja að umhverfis- og loftslagsmálin skipti þau máli. 17% segja hvorki né og 4% segja að þau geri það ekki.

🍔 75% nemenda veit að grænmetismatur er almennt umhverfisvænni en kjötréttir. Mikill meirihluti veit einnig að grænmetismatur er í boði í skólanum alla daga (85%) og 23% velja stundum eða oft grænmetismatinn fram yfir kjötréttinn.

🗣 Í opnum spurningum kemur í ljós að flokkunarmál skólans liggja nemendum mikið á hjarta. Þau vilja fleiri pappírstunnur, fleiri almennar tunnnur (svo almenna sorpið endi ekki í flokkunartunnum) og betri útskýringar á flokkunum.

🚲 Einn nemandi stingur uppá hjólferðaáfanga sem virkar svipað og fjallgönguáfanginn, farið í lengri hjólaferðir um helgar.