Dagur íslenskrar náttúru

Mánudagurinn 16. september var helgaður íslenskri náttúru og fagnaði Umhverfisráð FÁ þeim degi með nemendum og starfsfólki. Fólk var hvatt til að mæta í grænum fötum og skilja einkabílinn eftir heima. Þá komu Eyþór Eðvaldsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins, og Einar Bárðason, framkvæmdastjóri hans, í heimsókn í skólann. Eyþór hélt fyrirlestur um endurheimt votlendis og var dúndurmæting á erindið. Loks afhentu nemendur í Umhverfisráðinu sjóðnum peningagjöf en hluta hennar söfnuðu nemendur sjálfir með því að halda fatamarkað á Umhverfisdögum síðasta vor.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér Votlendissjóðinn og störf hans á https://votlendi.is/