- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í gær komu tveir danskir sjúkraliðanemar í heimsókn í skólann, þær Manal og Hidi. Þær koma frá Sjúkraliðaskólanum (SOPU) í Kaupmannahöfn og verða fimm vikur í starfsþjálfun á Landa-koti áður en þær verða brautskráðar í júní sem sjúkraliðar. Starfsþjálfunin hér á landi er hluti af Erasmus verkefni sem FÁ og danski skólinn taka þátt í. Sautjánda apríl sl. fóru tveir íslenskir sjúkraliðanemar í fimm vikna starfsþjálfun til Kaupmannahafnar. Dönsku nemarnir skoðuðu Heilbrigðisskólann og voru mjög ánægðir með aðstöðuna þar og svo var boðið í mat í mötuneytinu.