Elísabet Marteinsdóttir sigurvegari Tónlistarkeppni NFFÁ

Það var hver öðrum betri sem steig á svið í tónlistarkeppninni og erfitt að gera upp á milli þeirra. Tónlistarkeppnin hefur alltaf verið hápunktur félagslífsins í skólanum og farið glæsilega fram, en í ár var hún jafnvel betri en nokkurn tíma áður. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og engum varð á í messunni, nemendurnir næstum því eins og sjóaðir atvinnumenn. Leikar fóru þannig að dómnefndin valdi Elísabetu Marteinsdóttur í fyrsta sæti, Alexendöndru Ýri í annað sæti og Birtu Birgisdóttur í þriðja sæti en Birta á þann heiður að vera fyrrverandi vinningshafi í keppninni. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þessa bærilegu skemmtun og myndir og vídeóbúta má finna á Facebook-síðu skólans.