- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Þau heita Emma og Mathis, tveir nemendur frá Marseilles, Frakklandi sem eru búin að vera tvær vikur á Sérnámsbrautinni til aðstoðar og lærdóms. Nú eiga þau bara eina viku eftir á Sérnámsbrautinni og það verður missir af þessu duglega unga fólki þegar það hverfur á brott. Þau eru bæði nemendur frá MFR (Maison Familiale Rurale) sem rekur yfir 450 skóla á dreifbýlissvæðum í Frakklandi. Eins og sannir Fransmenn kunna þau brauð að baka og í dag bökuðu þau franskt kex sem rann ljúflega niður í nemendur Sérnámsbrautarinnar eins og sjá má á þessum myndum