FÁ keppir í FRÍS

Stefán Máni
Stefán Máni

Í dag, 27. janúar hefst framhaldsskólakeppni rafíþróttasambandsins, FRÍS.

Keppt er í þremur tölvuleikjum, Counter Strike 2, Rocket League og Fortnite. FÁ tekur að sjálfsögðu þátt í öllum leikjunum eins og undanfarin ár.

Við óskum keppendum okkar velfarnaðar í keppninni og vonum að þeim gangi sem allra best.

Hann Stefán Máni er keppandi í liði FÁ og hann hefur verið að gera góða hluti í rafíþróttum og var meðal annars Íslandsmeistari í Rocket League. Hér er hægt að lesa viðtal við Stefán Mána sem var birt á mbl.is