- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, var haldin í fjórða sinn núna helgina 24. og 25. febrúar.Öll umsjón var í höndum nemenda FÁ og fórst þeim verkið vel úr hendi. En ekki má gleyma hlut Þórs Elíss Pálssonar sem er potturinn og pannan við kvikmyndagerð í FÁ. Úrslitin voru líka verðskulduð. Áhorfendaverðlaun fyrir mynd sýnda 24.feb. féllu í skaut "Reglur Leiksins:" Áhorfendaverðlaun fyrir myndir sýndar 25.feb. fékk myndin "Utan og undir." Verðlaun fyrir bestu tæknilegu útfærsluna féll myndin Reglur leiksins og verðlaun fyrir besta leikinn fékk María Carmela Torrini fyrir leik sinnn í "Reglur leiksins" Besta mynd hátíðarinnar var svo valin: "Reglur leiksins" - Báðar myndirnar, "Reglur leiksins" of "Utan og undir" eru handaverk nemenda FÁ. Til hamingju með glæsilegan árangur.