FÁ byrjar vel í FRÍS

FRÍS, rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla, hófst 29. janúar síðastliðinn en í henni keppa skólar sín á milli í leikjunum Fortnite, Rocket League og Counter-Strike 2. Lið FÁ byrjar keppnina mjög vel og hefur unnið sjö af níu leikjum. Um miðjan febrúar kemur svo í ljós hvaða skólar komast áfram í 8-liða úrslit.

Stefán Máni, Karvel og Elvar leiða Rocket League lið FÁ í ár, Ísar Hólm, Aron Örn og Sigmar eru í Fortnite-liðinu og í CS2-liði skólans eru Birnir Orri, Ihor, Aline, Thanh og Quan. Varamenn eru Aron, Elínheiður, Jens, Logi, Milena og Sölvi.

Þess má geta að skólinn býður upp á tvo áfanga í rafíþróttum: RAFÍ2FA03 (Rafíþróttir fyrir alla) sem er í boði á haustönn og RAFÍ2SM03 (Rafíþróttir: Störf og mót) á vorönn.

Áfram FÁ!