FÁ er fyrirmyndastofnun 2023

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut í gær viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2023. FÁ er fyrirmyndarstofnun og var í þriðja sæti í flokka stórra stofnana með 90 starfsmenn eða fleiri. Er þetta annað árið í röð sem skólinn er í þriðja sæti í þessum flokki. Við í FÁ erum virkilega stolt yfir þessari niðurstöðu.

Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn hjá Sameyki.

Titlana Stofnun ársins, Stofnun ársins hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna þeirra. Um er að ræða mat á innra starfsumhverfi stofnana og starfsstaða.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um styrkleika og áskoranir í starfsumhverfi stofnana, starfsfólki til hagsbóta. Á hverju ári tekur allt starfsfólk skólans, óháð félagsaðild, þátt í könnuninni sem fer þannig fram að spurningalisti er lagður fyrir starfsfólk á netinu. Mælingin nær yfir níu ólíka þætti og þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi stofnana. Þeir níu þættir sem eru mældir eru: stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti.

Hér má sjá nánar um Stofnun ársins og niðurstöður frá 2023.