FÁ fær gull-hjólavottun

Umhverfisráð FÁ fagnaði Degi íslenskrar náttúru með skiptifatamarkaði og grænum fötum í dag, en fyrst og fremst með heimsókn Sesselju Traustadóttur, framkvæmdastýru „Hjólafærni“, sem ekki aðeins hélt mjög fræðandi fyrirlestur um vistvæna samgöngumáta heldur veitti skólanum GULL-hjólavottun sem tveir nemendur úr Umhverfisráði tóku á móti.

Við FÁ eru m.a. næg reiðhjólastæði, aðstaða til að gera við hjól í kjallaranum, nokkur rafhjól
sem nemendum býðst að fá lánuð, einingar í boði fyrir að hjóla í skólann og viðgerðasamningur við hjólaverkstæði.

119631192_240070317420648_6636801001123320600_n119557959_317056606235452_1465985346597630575_n