- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Þau Halldór, Dagur og Iðunn voru skólanum sínum heldur betur til sóma í gærkvöldi þegar þau sigruðu lið Menntaskólans á Egilsstöðum 30-18 í 8 liða úrslitum Gettu betur. FÁ er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Staðan var jöfn eftir hraðaspurningar 12-12 en svo juku þau forskotið jafnt og þétt. Tryggðu þau svo sigurinn með því að svara einni vísbendingaspurningu sem gaf þeim 5 stig.
Við eigum eftir að vita við hverja við keppum í undanúrslitum þar sem 3 keppnir eru eftir í 8 liða úrslitum. Liðið mun því án efa nýta tímann vel til að æfa sig til að koma sterk inn í undanúrslitin.
Fyrr í vikunni keppti lið FÁ á móti liði kennara í matsalnum. Í liði kennara var Þóra íslenskukennari, Unnar gæðastjóri og Magnús skólameistari. Var keppnin æsispennandi og endaði þannig að kennarar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir firnasterku liði FÁ.
Fleiri myndir frá keppninni má sjá á Facebook síðu skólans.
Hér má sjá upptöku af keppninni sem var í beinni útsendingu á RÚV: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur/37029/b14bah