FÁ hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

 

FÁ hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023, við hátíðlega athöfn sem haldin var í gær 12. október. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt ráðstefnuna “Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun” og þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar.

Jafnvægisvogina fá þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 239 talsins og fengu 89 þátttakendur viðurkenningu, 56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar. FÁ er þar á meðal.

Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði með tölfræðilegum upplýsingum um jafnrétti. Þar koma fram helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, m.a. kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna.

Við í FÁ erum afar ánægð og stolt með að vera í hópi þeirra flottu fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina í ár og það skiptir okkur máli.