FÁ komið í 8 liða úrslit í Gettu betur

FÁ tryggði sér í gær sæti í 8 liða úrslitum í Gettu betur þegar það vann Kvennó í hörkuspennandi keppni, 22-21. Kvennó leiddi keppnina eftir hraðaspurningar 15 - 10 og fyrir lokaspurninguna var staðan 21-20 fyrir Kvennó. FÁ náði svo sigrinum með því að svara lokaspurningunni rétt og hlaut tvö stig fyrir það.

FÁ mætir því Verkmenntaskóla Austurlands í 8 liða úrslitum sem fara fram í sjónvarpssal þann 3.febrúar.

Til hamingju Iðunn, Jóhanna og Þráinn.