FÁ mætir FVA í FRÍS

Í kvöld, miðvikudaginn 13. mars, mun rafíþróttalið Fjölbrautaskólans við Ármúla mæta liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í 8-liða úrslitum FRÍS, Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands. Keppt verður í Rocket League, Valorant og Counter-Strike 2. Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni á Stöð 2 eSport og Twitch-rás Rafíþróttasambands Íslands og hefst útsending kl. 19:30.

Áfram FÁ!

Á myndinni er hluti af rafíþróttaliði FÁ 2024.