FÁ sigraði Lífshlaupið

Lífshlaupið er þjóðarátak í hreyfingu þar sem skólar, vinnustaðir og einstaklingar etja kappi um sem mesta hreyfingu yfir ákveðið tímabil í febrúar. FÁ vann flokkinn "framhaldsskóli með 400-999 nemendur". Vel gert FÁ !
Þær Melkorka Rut Sigurðardóttir og Anna Zhu Ragnarsdóttir tóku á móti verðlaununum fyrir hönd skólans í dag.