- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Eftir æsispennandi riðlakeppni er FÁ komið áfram í 8-liða úrslit FRÍS - rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla. Keppnin hófst 29. janúar á riðlakeppni þar sem FÁ mætti öðrum skólum í leikjunum Fortnite, Rocket League og Counter-Strike 2. FÁ var stigahæsti skólinn að lokinni riðlakeppni og fékk alls 23 stig.
Þeir sem er í liðum FÁ eru Stefán Máni, Karvel og Elvar sem leiða Rocket League liðið. Ísar Hólm, Aron Örn og Sigmar eru í Fortnite-liðinu og í CS2-liði skólans eru Birnir Orri, Ihor, Aline, Thanh og Quan. Varamenn eru Aron, Elínheiður, Jens, Logi, Milena og Sölvi.
Við óskum keppendum til hamingju og góðs gengis í 8-liða úrslitum.
(Þessi frétt var skrifuð af nemendum í Yndisspilun)