FÁ stígur grænu skrefin

FÁ tekur þátt í verkefninu „Græn skref í ríkisrekstri.“ Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá FÁ undanfarið að ná að uppfylla Grænu skrefin og nú hefur FÁ náð þeim frábæra árangri að uppfylla fjögur af fimm skrefum.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum.

Hér má lesa nánar um Grænu skrefin.