FÁ úr leik í Gettu betur

FÁ tók þátt í æsispennandi undanúrslitum í spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi. Liðið stóð sig mjög vel en varð því miður að sætta sig við tap gegn liði MA, 28-16. Við óskum MA-ingum hjartanlega til hamingju og góðs gengis í úrslitunum.

Þrátt fyrir tap erum við óendanlega stolt af frammistöðu Iðunnar, Halldórs og Dags, þið voruð frábær - takk takk :)