FÁ vann framhaldsskólamótið í hestaíþróttum

Um síðustu helgi fór fram Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum í Samskiptahöllinni í Spretti og varð Fjölbrautarskólinn við Ármúla efstur í stigakeppnni. Guðný Dís Jónsdóttir keppti ein fyrir hönd FÁ og stóð hún sig svo frábærlega í öllum keppnisgreinunum að FÁ var efst í heildarstigasöfnun skólanna og vann hún líka í heildarstigakeppni einstaklinga.

Fyrir þetta fékk hún fyrir skólann forláta farandgrip sem hefur alla tíð verið til sýnis í FSu en mun verða til sýnis í FÁ þetta árið.

 

Við óskum Guðnýju Dís hjartanlega til hamingju með árangurinn.

 

Hér má sjá nánari úrslit í hverri grein.