FÁ verður UNESCO skóli

 

Við erum stolt að segja frá því að FÁ er orðinn UNESCO skóli. Að vera UNESCO–skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO–skóla: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. FÁ ákvað að leggja áherslu á tvö síðastnefndu þemun; heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna munu því skipa mikilvægan sess í skólastarfi FÁ næstu misserin.

UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953. Þeir eru nú yfir 10.000 talsins og starfa í 181 landi.

Á myndinni sjáum við umsjónaraðila verkefnisins hana Bryndísi Valsdóttur og Magnús Ingvason skólameistara FÁ.