Fjölbreytt lokaverkefni í tölvuleikjaáföngum

Nemendur í Leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) þróuðu sína eigin leikjahugmyndir og bjuggu til frumgerðir út frá þeim. Útkoman var skemmtilega fjölbreytt, þar má meðal annars nefna zombíleik sem gerist á Íslandi, kósíleik þar sem markmiðið er að finna týnda ketti og geimskotleik sem endar með bardaga við vígalegan endakall.

 

Hægt er að prófa frumgerðirnar sautján á eftirfarandi slóð: https://sites.google.com/view/leikir24

Í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur: Saga, þróun og fræði (TÖLE2SE05) fengu nemendur að velja sitt eigið rannsóknarefni. Meðal þess sem var rannsakað var hvernig tölvuleikir hafa verið notaðir í pólitískum tilgangi, hvernig má læra þýsku með því að spila Final Fantasy og einn nemendahópur endurbyggði Fjölbrautaskólann við Ármúla í Minecraft. Hægt að skoða afraksturinn af því verkefni í myndbandinu hér fyrir neðan. Annar hópur opnaði stafræna listasýningu sem endurspeglar þá fegurð og þann fjölbreytileika sem er að finna í leikjaheimum.

Hægt er að heimsækja sýninguna og ganga um sýningarsvæðið með því að smella hér: https://www.artsteps.com/view/6734ca1de38dbe20b5345595