Forvarnavika í FÁ

Liðin vika var helguð fjölbreyttum forvörnum í FÁ - enda margir ólíkir þættir sem koma að heilbrigðu lífi framhaldsskólanema.

Við fengum til okkar frábæra fyrirlesara sem fjölluðu um misnotkun á vímuefnum, of lítinn svefn Íslendinga, forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, og tengsl sjálfsmyndar og kynheilsu.

Þá stóð alla vikuna uppi bás þar sem meðlimir nemendaráðs tóku að sér sölu á varningi til styrktar nokkrum forvarnaverkefnum. Salan gekk vonum framar og nemendaráðið hlakkar til að afhenda Stígamótum, "Á allra vörum" og "Eitt líf" ágóða upp á 81.000 kr.