- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nú eru prófin byrjuð, og standa fram í miðja næstu viku. Vonandi eru nemendur jafn svalir og rólegir eins og veðrið sem hefur dólað yfir landinu undanfarið; frostkaldir fagrir dagar. Vonandi gengur nemendum allt í haginn og námið gangi upp og áföngum náð. Við óskum þeim alls hins besta. Prófasýning verður svo að lokinni þessari prófalotu, eða 19. desember, frá klukkan 11:30 - 13:00. Þá er jafnframt unnt að ganga frá vali fyrir vorönn 2018. Á myndinni hér að neðan, má sjá skúlptúra eftir nemendur Sérdeildarinnar. Það eru þungt hugsandi höfuð sem endalaust geta bætt í þekkingarsarpinn.