- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Mánudaginn 8. janúar, fer fram fyrsta umferð spurningakeppninnar Gettu betur. FÁ mætir liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti kl 18.00.
Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er búið að vera að æfa á fullu undanfarnar vikur fyrir komandi keppni. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eins og í fyrra eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson, frábærir reynsluboltar. Þjálfarar liðsins þetta árið eru þeir Jens Ingi Andrésson og Arnar Heiðarsson.
Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021 og 2023.
Við óskum þeim góðs gengis keppninni. Áfram FÁ!!