- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í dag mæta nemendur, vonandi galvaskir, í skólann á fyrsta kennsludegi ársins 2017. Í dag er fimmti dagur ársins og birting klukkan 10:00, sólris 11:13 og hádegi 13:33 - Sólin hnígur svo til viðar klukkan 15:51 og myrkrið skellur á þegar klukkan er fimm mínútur gengin í sex. Ef hægt er að kalla það myrkur þegar ljósin loga á hverjum staur og öllum gluggum og trágróðurinn skreyttur jólaseríum.
Þessi dagur er upphafið að endalokum annarinnar. Fyrsta skrefið í fjögurra mánaða göngu að settu marki og vonandi ná allir að komast á leiðarenda. Leiðin framundan kann að sýnast löng en áður en nokkur veit er komið á áfangastað og þá segja menn: en hvað tíminn leið hratt!
Árið 2017 er merkilegt fyrir þær sakir að það er prímtöluár og þversumman er 1. Hvað skyldi það boða?