Glæsilegri kvikmyndahátíð lokið

Það voru glæsileg verðlaun sem féllu í skaut sigurvegara Kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna og sannarlega til mikils að vinna. Það var Hulda Heiðdal Hjartardóttir úr Borgarholtsskóla sem fór hlaðin verðlaunum enda fékk hún  þrenn verðlaun fyrir myndina Skuggalönd, besta stuttmyndin, best leikna myndin og besta myndatakan. Geri aðrir betur. Myndin Ghosttbusters a fan film: Draugurinn eftir Andra Óskarsson úr þótti besta tæknilega útfærslan. Áhorfendaverðlaun féllu síðan í skaut Brynjari Leó og Gabríel Elí, annar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hinn Tækniskólanum. FÁ reið ekki feitum hesti frá kvikmyndahátíðinni í þetta sinn en í fyrra sópuðust verðlaunin til FÁ. Og svo kemur hátíð að ári.l