Gleðilegt ár ...

ýtt ár -eins og óskrifað blað, ár nýrra tækifæra - ný námsönn og nóg að starfa fram í maí. Annasamur tími framundan en jafnframt spennandi svo engum ætti að leiðast - og vonandi uppsker hver eins og hann sáir - besta uppskeran fæst með góðri ástundun.

Ef einhverjir vilja laga stundatöfluna sína er tækifæri til þess föstudaginn 4. janúar frá 13-15 og einnig mánudaginn 7. janúar frá 9 - 15.

Opnað verður fyrir INNU og stundatöflur 4. janúar.Töflubreytingar verða föstudaginn 4. janúar frá kl. 13 - 15 og mánudaginn 7. janúar frá kl. 9 - 15.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 8. janúar.