- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Það var gleðileg athöfn í FÁ þegar 118 nemendur fengu skírteinin sín í hendur og ekki spilli góða veðrið fyrir. Góður rómur var gerður að ræðu 25 ára stúdentsins hennar Söru Daggar Svanhildardóttur og athöfninni var slitið með því að allir, starfsmenn, stúdentar og gestir og gangandi hófu upp raust sína og sungu Sumarkveðju eftir Inga T. Lárusson.
Í útskriftarræðu sinni hvatti Magnús Ingvason, skólameistari Fá nemendur til að einblína á styrkleika sína og vinna í veikleikunum. Ennfremur hvatti hann nemendur til að lifa lífi sem veitti þeim vellíðan og gleði, en ekki lífi sem bara lítur vel út. Lífið þyrfti ekki að vera fullkomið til að vera gott. Loks minnti hann nemendur á að lífinu fylgdi engin fjarstýring - maður þyrfti sjálfur að standa upp og gera hlutina.
Dúx skólans er Ástrós Ögn Ágústsdóttir sem útskrifast af Náttúrufræðibraut með 9,1 í meðaleinkunn.
Á facebook síðu FÁ má sjá nokkrar myndir frá minnisverðri útskriftinni