Góð tíðindi fyrir FÁ

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur orðið við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjöl-brautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs.  Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skóla-meistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018. Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu.