Greiðsluseðlar vegna náms á haustönn 2017

Núverandi nemendur FÁ eiga að vera búnir að fá kröfu í heimabanka en eindagi er 9. júní næstkomandi. Það er afar mikilvægt að greiða skólagjöldin á tíma þar sem greiðsla er staðfesting á skólavist á haustönn. Greiði nemandi ekki kröfuna er litið svo á að hann ætli ekki að þiggja skólavist á haustönn.