- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í gær fengum við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og fyrrum nemanda skólans í heimsókn. Heimsókn Höllu var hluti af verkefninu „Riddarar kærleikans“ þar sem hún ræðir við ungt fólk um hvernig við getum gert kærleikann að okkar eina vopni.
Hópur nemenda úr skólanum settist niður með forsetanum, mynduðu kærleikshring og ræddu af einlægni hvernig við bætum andlega líðan og samfélagið okkar með kærleik. Unga fólkið var mjög áhugasamt og voru umræðurnar góðar og uppbyggilegar. Halla sagði nemendum einnig frá veru sinni hér í skólanum.
Eftir kærleikshringinn rölti forsetinn um gamla skólann sinn, fann gömlu útskriftarmyndina sína upp á vegg sem henni fannst mjög skemmtilegt. Svo heimsótti hún nokkrar kennslustundir. Nemendur skólans tóku mjög vel á móti henni og var hún óspör á knúsin, handaböndin og myndatökurnar.
Í lokin var hún leyst út með gjöf frá skólanum, taupoka og bolla með merki skólans frá Magnúsi skólameistara.
Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina og er það okkar einlæga von að við öll gerum kærleikann að eina vopninu í íslensku samfélagi.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.