- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Mánudaginn 6.febrúar hefjum við Heilsudaga í FÁ sem eru haldnir samhliða Lífshlaupinu; landskeppni í hreyfingu. Heilsudagarnir standa yfir í 5 daga en Lífshlaupið er frá 1.febrúar til 14.febrúar.
Ýmislegt skemmtilegt er í boði þessa viku og hér má sjá dagskrána:
Mánudagur 6.febrúar
Heilsuvikan hefst. Dregið verður daglega úr hópi nemenda sem skráðir eru í Lífshlaupið daglega og verða veglegir vinningar í boði.
Þriðjudagur 7.febrúar
Skákmót kl. 16.00 . Skráning á skrifstofunni.
Miðvikudagur 8.febrúar
Skautaferð kl. 11.30 - 12.30. Skráning á skrifstofunni á mán og þri. Samlokur frá Lemon í boði.
Fimmtudagur 9.febrúar
Boðið er upp á ávexti í morgunfrímínútum kl. 10.20.
Bingó kl. 16.00. Eva Ruza verður bingóstjóri. Veglegir vinningar í boði.
Föstudagur 10.febrúar
Minute to win it keppni í hádeginu kl. 12.45. Nemendur á móti kennurum.
Alla dagana: Frír hafragrautur á morgnana í mötuneytinu, veganréttur í boði öll hádegin, daglegir heilsumolar á instagram ofl.
Nánar um skautaferðina:
Árlega skautaferðin okkar verður farin miðvikudaginn 8. febrúar á skautasvellið í Laugardal. Skólinn leigir skautahöllina og er hægt að fá skauta og hjálma á staðnum. Ávallt hefur verið mikið stuð í þessari ferð og án efa verður það líka núna !
Skautaferðin er kl. 11:30 til 12:30 og fá þeir nemendur sem skrá sig frí úr tíma en það þarf að skrá sig hjá Gurrý og Pálma íþróttakennurum í anddyri Skautahallarinnar.
Eftir skautana fá svo allir léttar veitingar frá Lemon og safa með frá nemendafélaginu.
Skráningarblöð liggja frammi á skrifstofunni á mánudaginn 6. og þriðjudaginn 7. febrúar til kl. 14:00.
Í fyrra mættu 99 nemendur og skráðum við alla inn í liðið, Skautaferð, í Lífshlaupinu.
Minni svo aftur á Lífshlaupið. Endilega skráið ykkur á www.lifshlaupid.is. Við drögum út veglega vinninga á hverjum virkum degi á heilsudögunum og í lokin drögum við um fit-bit úr!