- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í dag, í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins.
Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum.
Þá fór hann jafnframt yfir sögu hæstaréttar sem hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1920 og var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Frá árinu 1949 var hann staðsettur í dómshúsinu við Lindargötu en flutti árið 1996 í nýtt glæsilegt dómshús við Arnarhól.
Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og fengu gott tækifæri til að spyrja spurninga og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið gagnleg og fræðandi.