Heimsókn nemenda í hagfræði í Nasdaq kauphöllina

Nemendur FÁ hringdu jólunum inn snemma í ár með heimsókn sinni í íslensku kauphöllina, Nasdaq Nordic. Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar tók vel á móti nemendum og kynnti starf kauphallarinnar og fór yfir hvernig verðbréfamarkaðurinn á Íslandi gengur fyrir sig. Fyrir utan að segja nemendum frá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni, var boðið upp á ljúffengar veitingar. Í lok heimsóknarinnar var nemendum boðið upp á að hringja hinni frægu bjöllu kauphallarinnar, eins og sést á meðfylgjandi mynd.