Hollendingar í heimsókn

Í gær voru hér góðir gestir frá hollenska skólanum ROC de Leijgraff til að kynna sér hvernig íslenska er kennd hér sem annað móðurmál. Í dag ætti að vera hægt að rekast á þau í skólanum því þau ætla að kynna sér hópinn hennar Ásdísar Magneu Þórðardóttur í ÍSTA1AG05. Hollendingarnir sem hér eru í fylgd Guðrúnar Narfadóttur og Kristen Mary heita (f.v. t.h.): Jet van Os, Liesbeth Chatrou og Francie Plitscher en fremstur krýpur Rob van der Horst.