Hrönn námsráðgjafi fékk viðurkenningu

 

Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi í FÁ hlaut í síðustu viku viðurkenningu frá Félagi náms- og starfsráðgjafa. Félagið veitir veitir árlega viðurkenningu til handa félagsmanni. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Framlag viðkomandi er metið mikils og eftir því tekið á meðal félagsfólks enda taka þeir þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar.

 

Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi útskrifaðist árið 1999 frá Háskóla Íslands og hefur starfað í FÁ frá árinu 2008. Hrönn er frábær fyrirmynd á sínu fagsviði og mikill frumkvöðull í hagnýtingu þekkingar sem náms- og starfsráðgjafar búa yfir. Við erum heppin að hafa hana hér í FÁ og óskum við henni hjartanlega til hamingju.