Innritun á haustönn!

Nú og til 31. maí stendur yfir innritun eldri nemenda (fæddir 2003 og fyrr) í framhaldsskóla á haustönn 2020. Þeir nota til þess rafræn skilríki frá viðskiptabanka eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar).

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní þegar fyrir liggja skólaeinkunnir þeirra. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar á þessu tímabili.

Skráning í sumarönn fjarnáms mun standa yfir 22. maí til 4. júní.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar. Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Smelltu hér til að sækja um skólavist í FÁ.